Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að miðvörðurinn Joel Matip sé farinn að æfa á ný en telur afar litlar líkur á að hann spili aftur á þessari leiktíð.
Samningur Matip rennur út eftir tímabil og því útlit fyrir að kappinn hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool, en hann hefur verið á mála hjá félaginu síðan 2016.
„Joel er farinn að hlaupa. Hann hatar það en nú getur hann hlaupið afturs,“ sagði Klopp léttur á blaðamannafundi í dag.
„Hann er ekki lengur verkjaður en þetta tekur allt saman tíma. Ég held að hann verði ekki klár aftur fyrir lok tímabils.“
Sjálfur yfirgefur Klopp Liverpool eftir tímabilið eins og flestir vita.