„Það er ekki oft sem maður hefur séð lið fara í gegnum tímabil eins og Víkingur í fyrra og vera svo ekki spáð titlinum árið eftir. En við erum með virkilega góðan hóp og gott lið á pappír. En það er eitt að vera með gott lið á pappír. Við þurfum að leggja inn vinnuna til að uppskera eins og pappírinn segir til um,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson við 433.is á kynningarfundi Bestu deildarinnar, þar sem spáin var opinberuð í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson er til að mynda mættur í lið þeirra Valsmanna. Lið þeirra er nú ógnarsterkt.
„Hann er bara flottur. Eins og ég bjóst við honum. Það eru gríðarlega gæði og frábært að hafa svona mann í hópnum,“ sagði Hólmar um Gylfa.
Valur hafnaði í öðru sæti deildarinnar í fyrra og ætlar sér auðvitað að vera sæti ofar í haust.
„Við þurfum bara að vinna fleiri leiki og vinna þá. Það eru þessi smáatriði sem vinna þessa leiki. Við þurfum að skerpa á þeim og vera 100 prósent fókuseraðir í hverjum leik á milli sama liði sem er.“
Ítarlegra viðtal við Hólmar er í spilaranum.