fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Arnar ómyrkur í máli um niðurstöðu könnunnar – „Mér finnst það bara þvæla ef ég á að segja alveg eins og er“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er bara skandall,“ grínaðist Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings, spurður út í spá fyrirliða, þjálfara og formanna fyrir Bestu deildina í sumar. Íslands- og bikarmeisturum Víkings var spáð öðru sæti á eftir Val.

„Þetta er kannski ekkert óeðlilegt miðað við leikmannakaup hjá Val. Þetta er búinn að vera fínn vetur fyrir okkur. Það hefur verið hljóðlátt í kringum okkur og ég held að ástæðan fyrir því sé kannski að við kláruðum okkar business snemma með Jón Guðna og Valda,“ sagði Arnar við 433.is á kynningarfundi Bestu deildarinnar í dag.

Arnar er brattur fyrir komandi leiktíð. Hans menn unnu Val í gær og urðu þar með meistarar meistaranna.

„Við vorum bara „on it“ í öllum þáttum leiksins. Þetta var flott frammistaða og akkúrat það sem þú vilt fá korteri fyrir mót. Þetta er vonandi ávísun á eitthvað gott.“

video
play-sharp-fill

Víkingur er á leið í forkeppni Meistaradeildarinnar í ár og ætlar sér langt í Evrópu. Arnar og hans menn eru klárir í leikjaálagið sem því gæti fylgt.

„Ég held að það sé hægt að læra mikið af því hvernig við gerðum þetta 2022 og Blikum í fyrra. Við reynum að tína til hvað þeir gerðu vel og hvað fór úrskeiðis. Við erum með það í bakhöndinni að reyna að fara alla leið á öllum vígstöðvum. Ég kaupi bara ekki að það sé ekki hægt. En við þurfum líka að vera heppnir, heppnir með meiðsli og líka með drátt. Það er ekki líklegt að komast áfram ef þú færð Inter Milan í fyrstu umferð.“

Í leikmannakönnun sem opinberuð var á fundinum í dag var Víkingur kosið grófasta lið deildarinnar. Arnar var spurður út í þetta.

„Auðvitað ver maður börnin sín en mér finnst það bara þvæla ef ég á að segja alveg eins og er. Mér finnst við bara vel harðir. Það er mikill munur á að vera harður og grófur. En ég hef mjög gaman af þessu og ég fagna þessu eiginlega meira en að vera valinn númer eitt í spánni,“ sagði hann léttur.

Ítarlegt viðtal við Arnar er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harkaleg slagsmál brutust út í gærkvöldi – Hetjan endaði í grasinu

Harkaleg slagsmál brutust út í gærkvöldi – Hetjan endaði í grasinu
433Sport
Í gær

Arsenal ætlar að stökkva til og sækja manninn sem Ratcliffe sparkaði út

Arsenal ætlar að stökkva til og sækja manninn sem Ratcliffe sparkaði út
433Sport
Í gær

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni
Hide picture