Því er nú velt fyrir sér hvort FC Seoul fari að reyna að rifta samningi sínum við Jesse Lingard eftir misheppnaða innkomu hans hjá félaginu.
Lingard samdi við Seoul í febrúar en hann hafði þá verið atvinnulaus í átta mánuði.
Lingard hefur komið þrisvar inn sem varamaður hjá Seoul en hann var ekki í hóp um helgina vegna meiðsla.
Þjálfari liðsins hefur nú í annað sinn stigið fram og gagnrýnt Lingard sem er launahæsti leikmaður liðsins.
„Ég hef hugsað mikið um það að hreinlega losa okkur við Jesse,“ segir Kim Gi-dong þjálfari liðsins.
„Leikmaður sem nennir ekkert að hlaupa er ekki knattspyrnumaður, ef hann er ekki í formi þá getur hann ekki spilað.“