Enska landsliðið mun dvelja á Weimarer Land golf resort and Spa þegar liðið verður á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar.
Um er að ræða hótel með 94 herbergjum en enska landsliðið leigir allt hótelið á meðan mótið er í gangi.
Enska sambandið borgar 800 þúsund pund fyrir nóttina eða rúmar 140 milljónir króna íslenskar.
Við hótelið er glæsilegur golfvöllur sem leikmenn landsliðsins geta nýtt sér á milli leikja.
Allt er til alls á hótelinu og eru nokkrar sundlaugar og fleira til eins og sjá má hér að neðan.