Jamie Redknapp sérfræðingur Sky Sports segir það líta þannig út að leikmenn Manchester United vilji fá Erik ten Hag burt úr starfi.
Leikmenn United gátu ekkert gegn Brentford í gær þar sem leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.
Brentford var miklu sterkari aðili leiksins og hefði á eðlilegum degi átt að ganga frá United.
„Það er mikið rætt um stjórann, verður hann hér á næsta ári,“ segir Redknapp.
„Miðað við frammistöðu leikmanna og hvernig þeir spiluðu, þeir eru að taka þessa ákvörðun því þetta var spilamennska sem fær stjóra til að missa starfið. Þeir lögðu sig ekki fram.“