Verð á hótelherbergjum í Köln hefur rokið upp í kringum leik Englands og Slóveníu á Evrópumótinu í sumar.
Leikurinn fer fram þann 25 júní en verð á hótelherbergi fyrir nóttina er á mörgum stöðum komið í tæpar 200 þúsund krónur á nóttina.
Nú fjalla ensk blöð um það að ódýrast sé fyrir stuðningsmenn enska landsliðsins að bóka sér herbergi á Pascha.
Pascha er stærsta vændishús í Evrópu en nóttin þar kostar tæpar 30 þúsund krónur.
„Við eigum 13 einstaklingsherbergi eftir,“ segir stjórnandi Pascha við enska blaðið Daily Star.
Með því fylgir morgunverður og innganga á skemmtistað sem er á Pascha og inn á vændishúsið.