Samkvæmt Mirror hefur Manchester United tekið þá ákvörðun að Christian Eriksen geti fundið sér nýtt lið í sumar.
Eriksen á samkvæmt fréttum ár eftir af samningi sínum við United.
Félagið ætlar að yngja upp hópinn sinn í sumar og er Eriksen einn af þeim sem má fara, fleiri eru líklegir til þess að fara sömu leið.
Þannig verður Raphael Varane samningslaus í sumar og þá er talað um að Casemiro sé einn þeirra sem gæti farið.
Sir Jim Ratcliffe vill taka hressilega til í herbúðum félagsins í sumar en Eriksen hefur verið í litlu hlutverki þessu tímabili.