Liverpool var ekki eina félagið sem vildi fá Xabi Alonso sem nýjan stjóra. Þýski miðillinn Fussball Transfers heldur þessu fram.
Það vakti mikla athygli í gær þegar Alonso tilkynnti ákvörðun sína um að vera áfram hjá Bayer Leverkusen. Hann hefur verið að gera stórkostlega hluti með þýska toppliðið á leiktíðinni en það var talið öruggt að hann færi annað í sumar.
Liverpool og Bayern Munchen voru einna helst nefnd til sögunnar. Nú þurfa þau hins vegar að horfa annað.
Samkvæmt þýska miðlinum vildi Chelsea þó einnig fá Alonso sem stjóra. Ekki er víst hvort Mauricio Pochettino verði áfram á Stamford Bridge í sumar.