Fimm leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni á þessum fallega laugardegi. Það var dramatík víða.
Chelsea tók á móti Burnley, þar sem Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði var á varamannabekk nýliðanna.
Cole Palmer kom Chelsea yfir af vítapunktinum á 44. mínútu. Lorenz Assignon hafði brotið af sér og fékk í kjölfarið sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það sama má segja um stjóra Burnley, Vincent Kompany, sem fékk rautt spjald fyrir hegðun sína á hliðarlínunni.
Tíu menn Burnley áttu aldeilis eftir að bíta frá sér. Josh Cullen jafnaði á 47. mínútu og þannig var staðan allt þar til á 78. mínútu, þegar Palmer kom heimamönnum yfir á ný. Burnley átti þó eftir að jafna á ný. Það gerði Dara O’Shea.
Lokatölur 2-2. Ansi sterkt stig hjá nýliðunum sem eru fjórum stigum frá öruggu sæti.
Í 17. sæti er einmitt Nottingham Forest sem gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace í dag. Í sætinu fyrir neðan Forest með jafnmörg stig er Luton. Liðið tapaði á grátlegan hátt gegn Tottenham í dag.
Tahith Chong kom Luton yfir á útivelli í dag snemma leiks en á 51. mínútu jafnaði Tottenham með sjálfsmarki Issa Kabore. Son Heung-Min skoraði svo sigurmark heimamanna á 86. mínútu.
Bournemouth vann þá 2-1 sigur á Everton. Dominic Solanke kom þeim yfir á 64. mínútu. Það leit út fyrir að Everton myndi stela stigi þegar Beto jafnaði á 88. mínútu en í uppbótartíma setti Seamus Coleman boltann í eigið net og Bournemouth vann 2-1.
Loks var mikil dramatík í leik Sheffield United og Fulham. Botnliðið komst yfir með marki Ben Brereton Diaz á 58. mínútu en skömmu síðar jafnaði Joao Palhinha. Oliver McBurnlie og Brereton Diaz komu Sheffield United þó í 3-1 skömmu síðar. Á 85. mínútu jafnaði Bobby De Cordova Reid hins vegar muninn fyrir Fulham og í uppbótartíma tryggði Rodrigo Muniz þeim stig.
Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar dagsins.
Chelsea 2-2 Burnley
1-0 Palmer 44′
1-1 Cullen 47′
2-1 Palmer 78′
2-2 O’Shea 81′
Nottingham Forest 1-1 Crystal Palace
0-1 Mateta 11′
1-1 Wood 61′
Bournemouth 2-1 Everton
1-0 Solanke 64′
1-1 Beto 88′
2-1 Coleman (sjálfsmark)
Sheffield United 3-3 Fulham
1-0 Brereton Diaz 58′
1-1 Palhinha 62′
2-1 McBurnie 68′
3-1 Brereton Diaz 69′
3-2 De Cordova-Reid
3-3 Muniz 90+3′
Tottenham 2-1 Luton
0-1 Chong 3′
1-1 Kabore (sjálfsmark) 51′
2-1 Son 86′