fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

England: Tíu leikmenn Burnley náðu stigi gegn Chelsea – Son með sigurmark í naumum sigri á Luton

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 30. mars 2024 17:07

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni á þessum fallega laugardegi. Það var dramatík víða.

Chelsea tók á móti Burnley, þar sem Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði var á varamannabekk nýliðanna.

Cole Palmer kom Chelsea yfir af vítapunktinum á 44. mínútu. Lorenz Assignon hafði brotið af sér og fékk í kjölfarið sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það sama má segja um stjóra Burnley, Vincent Kompany, sem fékk rautt spjald fyrir hegðun sína á hliðarlínunni.

Tíu menn Burnley áttu aldeilis eftir að bíta frá sér. Josh Cullen jafnaði á 47. mínútu og þannig var staðan allt þar til á 78. mínútu, þegar Palmer kom heimamönnum yfir á ný. Burnley átti þó eftir að jafna á ný. Það gerði Dara O’Shea.

Lokatölur 2-2. Ansi sterkt stig hjá nýliðunum sem eru fjórum stigum frá öruggu sæti.

Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður Burnley. Getty Images

Í 17. sæti er einmitt Nottingham Forest sem gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace í dag. Í sætinu fyrir neðan Forest með jafnmörg stig er Luton. Liðið tapaði á grátlegan hátt gegn Tottenham í dag.

Tahith Chong kom Luton yfir á útivelli í dag snemma leiks en á 51. mínútu jafnaði Tottenham með sjálfsmarki Issa Kabore. Son Heung-Min skoraði svo sigurmark heimamanna á 86. mínútu.

Bournemouth vann þá 2-1 sigur á Everton. Dominic Solanke kom þeim yfir á 64. mínútu. Það leit út fyrir að Everton myndi stela stigi þegar Beto jafnaði á 88. mínútu en í uppbótartíma setti Seamus Coleman boltann í eigið net og Bournemouth vann 2-1.

Loks var mikil dramatík í leik Sheffield United og Fulham. Botnliðið komst yfir með marki Ben Brereton Diaz á 58. mínútu en skömmu síðar jafnaði Joao Palhinha. Oliver McBurnlie og Brereton Diaz komu Sheffield United þó í 3-1 skömmu síðar. Á 85. mínútu jafnaði Bobby De Cordova Reid hins vegar muninn fyrir Fulham og í uppbótartíma tryggði Rodrigo Muniz þeim stig.

Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar dagsins.

Chelsea 2-2 Burnley
1-0 Palmer 44′
1-1 Cullen 47′
2-1 Palmer 78′
2-2 O’Shea 81′

Nottingham Forest 1-1 Crystal Palace
0-1 Mateta 11′
1-1 Wood 61′

Bournemouth 2-1 Everton
1-0 Solanke 64′
1-1 Beto 88′
2-1 Coleman (sjálfsmark)

Sheffield United 3-3 Fulham 
1-0 Brereton Diaz 58′
1-1 Palhinha 62′
2-1 McBurnie 68′
3-1 Brereton Diaz 69′
3-2 De Cordova-Reid
3-3 Muniz 90+3′

Tottenham 2-1 Luton
0-1 Chong 3′
1-1 Kabore (sjálfsmark) 51′
2-1 Son 86′

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“