Manchester United heimsótti Brentford í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Brentford var betri aðilinn í kvöld en þó stefndi í markalaust jafntefli allt þar til á sjöttu mínútu uppbótartíma. Þá skoraði Mason Mount sitt fyrsta mark fyrir United. Þá héldu flestir að um sigurmark væri að ræða.
Heimamenn svöruðu hins vegar og á níundu mínútu uppbótartíma renndi Kristoffer Ajer boltanum í netið eftir sendingu Ivan Toney.
Lokatölur 1-1 og dýrmæt stig í vaskinn fyrir United í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Liðið er átta stigum á eftir Tottenham sem er í fimmta sæti.
Brentford er í fimmtánda sæti, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.