Besta deildin fer af stað eftir tæpar tvær vikur en deildin hefur nú frumsýnt auglýsingu vegna þess.
Allar skærustu stjörnu deildarinnar koma fyrir í auglýsingunni þar sem Guðmundur Benediktsson er í aðalhlutverki.
Margir aðrir koma við sögu en þar má nefna Þorvald Örlygsson, formann KSÍ.
Auglýsinguna má sjá hér að neðan.