Forráðamenn Newcastle eru að skoða breytingar hjá sér í sumar og það er sagt koma til greina að reka Eddie Howe úr starfi þjálfara.
Eftir frábært síðasta tímabil er Newcastle í brasi á þessu tímabili.
Liðið situr í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa endað í Meistaradeildarsæti á síðustu leiktíð.
Ensk blöð segja í dag að Xavi þjálfari Barcelona sé einn þeirra sem félagið er sagt skoða sem kost fyrir tímabilið.
Félagið er sagt hafa mikinn áhuga á Xavi sem hættir sem þjálfari Barcelona í sumar.