Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Wroclaw
Clement Turpin dæmir leik Íslands og Úkraínu sem hefst innan skammst. Um er að ræða úrslitaleik um sæti á EM.
Turpin er franskur, reynslumikill dómari sem dæmir í heimalandinu og Evrópukeppnum.
Hann dæmdi til að mynda leik Arsenal og Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum. Rötuðu líkindi hans og leikmanns Arsenal, Leandro Trossard, þá í fréttir.
Leikurinn hefst klukkan 19:45.
UEFA appointed Trossard’s twin brother as referee for Arsenal vs Porto. This should be Investigated by European Courts! pic.twitter.com/Rp51fPe05Q
— City Chief (@City_Chief) March 12, 2024