Það verður sungið og trallað í höfuðstöðvum KSÍ næstu daga og vikur ef karlalandsliðið tryggir sig inn á Evrópumótið í kvöld.
Vinni Ísland sigur á Úkraínu fær KSÍ tæpan 1,4 milljarð í sinn vasa.
Á Evrópumótinu verða svo í boði fullt af krónum, þannig fæst 150 milljónir króna fyrir sigur á mótinu og 75 milljónir fyrir jafnteflið.
Komast Ísland á EM verður liðið í riðli með Rúmeníu, Slóvakíu og Belgíu. Það er því góður möguleiki á stigum og sigrum þar.
Fyrir það að komast í 16 liða úrslit væru það svo 224 milljónir til viðbótar. Ljóst er að þessir fjármunir myndu gera mikið fyrir fjárhag KSÍ en leikmenn liðsins myndu líka fá veglegan bónus.
Fyrir að komast á EM – 9,25 milljónir evra.
Hver sigurleikir – 1 milljón evra
Jafntefli – 500 þúsund evrur
Að komast í 16 liða úrslit – 1,5 milljón evra
Að komast í 8 liða úrslit – 2,5 milljón evra
Að komast í undanúrslit – 4 milljónir evra
2 sætið – 5 milljónir evra
Sigurliðið – 8 milljónir evra