Arnór Sigurðsson leikmaður Blackburn og íslenska landsliðsins spilar ekki meira á þessu tímabili, frá þessu segir Hjörvar Hafliðason á X-inu.
Hjörvar segir að Arnór verði frá í átta vikur. „Þessi tækling var auðvitað eins og hver önnur árás. Ömurlegt fyrir Arnór,“ segir Hjörvar um brotið sem Arnór varð fyrir í leik Íslands og Ísraels á fimmtudag.
Hann fór þá af velli eftir eftir að Roy Revivo braut á honum og uppskar rautt spjald.
Hjörvar segir að sá möguleiki sé fyrir hendi að Arnór verði klár í slaginn ef íslenska landsliðið kemst á Evrópumótið í sumar.
Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um laust sæti á EM á morgun en sigurliðið fer á Evrópumótið í Þýskalandi.
Vondar fréttir úr enska boltanum. Arnór Sig er úr leik á þessari leiktíð(8 vikur) fyrir @Rovers
Þessi tækling var auðvitað eins og hver önnur árás. Ömurlegt fyrir Arnór, landsliðið og Blackburn.
Verður klár á EM ef þetta tekst á morgun. pic.twitter.com/1JXSuqYMfK— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) March 25, 2024