Útlitið er ekki bjart fyrir varnarmanninn Kyle Walker sem meiddist í leik gegn Brasilíu í gær.
Walker spilaði með Englandi gegn Brössum en þurfti að fara af velli eftir aðeins 19 mínútur á Wembley.
Walker spilar með Manchester City og er lykilmaður þar en hann haltraði af velli í 1-0 tapinu í gær.
Útlit er fyrir að Walker verði ekki með City í stórleik næstu helgar er liðið mætir Arsenal á Etihad.
Ekki er búið að staðfesta hversu alvarleg meiðslin eru en útlitið er eins og áður sagði ekki gott fyrir meistarana.