Andres Iniesta, fyrrum leikmaður Barcelona, hefur verið ásakaður um skattsvik á meðan hann lék með liði Vissel Kobe í Japan.
Frá þessu er greint í dag en Iniesta er 39 ára gamall og lék með Vissel Kobe frá 2018 til 2023.
Samkvæmt Sport á Spáni er Iniesta ásakaður um skattsvik og vilja Japanar meina að hann skuldi ríkinu þrjár milljónir punda.
Iniesta er ekki sá eini sem er undir rannsókn í Japan en þeir Kim Jin-Hyeon og Anderson Patric eru einnig ásakaðir um að skulda yfir þrjár milljónir punda til skattsins.
Það verður fróðlegt að sjá hvað verður úr þessu máli en Iniesta nálgast fertugt og spilar í dag með liði Emirates FC.