fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Harðlega gagnrýndir fyrir umdeild ummæli – Kallaði dæmdan nauðgara frábæra manneskju

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. mars 2024 15:47

Eiginkona Robinho stendur enn við hlið hans. Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dorival Junior, landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur fengið harða gagnrýni eftir ummæli sem hann lét falla um fyrrum leikmanninn Robinho.

Robinho vann með Dorival á sínum tíma en sá fyrrnefndi var nýlega dæmdur í níu ára fangelsi fyrir nauðgun.

Robinho var fyrst fundinn sekur á Ítalíu fyrir sjö árum síðan en fyrir niðurstöðu málsins hafði hann flúið til heimalandsins.

Eftir langt ferli hefur Robinho nú loksins verið dæmdur í heimalandi sínu og er á leið á bakvið lás og slá.

Dorival ákvað að tjá sig um stöðuna á blaðamannafundi fyrir vináttulandsleik gegn Englandi og talar þar um að Robinho sé ‘frábær manneskja’ sem þykir ósmekklegt eftir fréttir síðustu viku.

,,Sem landsliðsþjálfarinn þá er það mín skylda að tjá mig um stöðuna. Þetta er fyrst og fremst mjög viðkvæm staða,“ sagði Dorival.

,,Robinho var minn leikmaður hjá Santos árið 2010, hann er frábær manneskja og svo mikill fagmaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

United nær munnlegu samkomulagi

United nær munnlegu samkomulagi
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn