Fjögur ensk stórlið hafa sett sig í samband við Real Madrid vegna sóknarmannsins Rodrygo sem gæti verið á förum í sumar.
Rodrygo er orðaður við brottför þar sem Kylian Mbappe er líklega á leið til Real í sumarglugganum.
Real þarf að losa ákveðna leikmenn til að brjóta ekki fjárlög UEFA og segir Sport á Spáni að fjögur ensk lið séu áhugasöm.
Engin smá lið eru nefnd til sögunnar en það eru Manchester City, Manchester United, Arsenal og Liverpool.
Rodrygo er 23 ára gamall og á að baki 206 leiki fyrir Real og hefur í þeim skorað 50 mörk.
Sport segir þó að Real sé ekki tilbúið að ræða við félög um kaup á leikmanninum að svo stöddu en það gæti breyst í sumar.