Íþróttavikan kemur út vikulega í umsjón Helga Fannar Sigurðssonar og Hrafnkels Freyr Ágústssonar. Í þetta skiptið sat Hörður Snævar Jónsson með þeim félögum og fór yfir fréttavikuna.
Valur kynnti á dögunum númerið sem Gylfi Þór Sigurðsson klæðist hjá félaginu, 23. Gerði félagið það með glæsilegu myndbandi.
„Myndbandið, þetta var gæsahúð,“ sagði Helgi og Hrafnkell tók undir.
„Mér fannst þetta mjög flott, eiginlega geggjað bara.“
Gylfi fékk númer Adams Ægis Pálssonar sem fer í stað þess í treyju númer 24.
„Mann grunar að Adam Pálsson hafi gefið honum treyjunúmerið sitt bara til að fá þessa mynd af sér með honum. Er það ekki ágætis kenning?“ sagði Helgi.
„Mér finnst það ekki ósennilegt. Hann hefur séð sér leik á borði og ég sé að hann er búinn að setja þetta á Instagram með geitar-tákninu. Hann er örugglega ansi sáttur,“ svaraði Hörður, léttur í bragði.