Kylian Mbappe leikmaður PSG er launahæsti knattspyrnumaður í Evrópu og aðrir eiga í raun ekki séns í að keppa við hann.
Mbappe fær 6 milljónir evra frá PSG á mánuði en í sæti númer tvö er Harry Kane er með rúmar 2 milljónir evra.
Mbappe er þannig með um 900 milljónir í mánaðarlaun en Harry Kane fær um 300 milljónir. Þetta eru tölur frá Transfermarkt.
Manchester United á tvo leikmenn á listanum og sömu sögu er að segja af Manchester City. Liverpool á einn leikmann.
Níu launahæstu:
9- Raphael Varane- €1.72 million á mánuði
8- Mo Salah- €1.77 million á mánuði
7- Casemiro- € 1.77 million á mánuði
6- Robert Lewandowski- €1.87 million á mánuði
5- David Alaba- €1.88 million á mánuði
4- Erling Haaland- €1.9 million á mánuði
3- Kevin De Bruyne- €2.02 million á mánuði
2- Harry Kane- €2.1 million á mánuði
1- Kylian Mbappe- €6 million á mánuði