A landslið karla mætir Úkraínu í úrslitaleik um laust sæti á EM 2024 þriðjudaginn 26. mars á Tarczynski leikvellinum í Wroclaw í Póllandi.
Miðasala er hafin á Tix.is og kostar miðinn 3000 krónur. Staðfesting fyrir miðakaupunum berst í tölvupósti frá Tix.is og miðar verða svo sendir út frá KSÍ eins fljótt og kostur er.
Heimsferðir hafa svo sett í sölu beint flug á leikinn en hægt er að skoða það nánar hér.