fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Jón Erling óhress með ummæli Gylfa um FH – „Ekki fallega gert af Gylfa að ítrekað gefa í skyn að hann hefði beðið við faxtækið“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. mars 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Erling Ragnarsson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild FH er ósáttur með Gylfa Þór Sigurðsson og þau ummæli hans um það að uppeldisfélagið hans, FH, hafi aldrei boðið honum samning.

Gylfi Þór skrifaði undir við Val í síðustu viku og sagði þá í samtali við 433.is að hann hefði aldrei fengið tilboð frá FH, þess vegna hafi það ekki verið möguleiki að semja við uppeldisfélagið.

Meira:
Valur lagði mikið á sig til að fá hann en FH bauð honum aldrei neitt

Koma Gylfa Þórs í Bestu deild karla hefur vakið mikla athygli en svo virðist sem Valur, Víkingur og KR hafi boðið þessum magnaða knattspyrnumanni samning. Hann hafði val og valdi Val.

Jón Erling skrifar langan pistil á Facebook þar sem hann ræðir þetta mál og honum sárnar umræðan. „Fjölmiðlafárið í kringum komu Gylfa Sig heim í íslenska knattspyrnu er skiljanlegt! Frábært fyrir Bestu deildina að fá heim einn af 5 bestu knattspyrnumönnum sögunnar og klárlega langbesta leikmann sem komið hefur upp úr yngri flokka starfi Fimleikafelagsins! Draumur allra FH-inga að fá að sjá Gylfa leika i FH treyjunni á Kaplakrika varð ekki að veruleika og í staðinn valdi hann Valstreyjuna! Það var hinsvegar ekki fallega gert af Gylfa að ítrekað gefa í skyn að hann hefði beðið við faxtækið eftir tilboði frá FH, “en því miður” ekki fengið!,“ segir Jón Erling í færslu sinni.

Gylfi sagði sjálfur frá því í viðtali við 433.is að FH hefði boðið honum á æfingar í fyrra en þá fór hann að æfa með Val. „ Gylfi Þór var nefnilega formlega boðið að æfa með félaginu þegar hann tók aftur fram knattspyrnuskóna eins og hann hefur sjálfur staðfest. Ef hugur Gylfa hefði leitað heim til uppeldisfélagsins, þá hefði hann fyrst sennilega þegið boðið að æfa með félaginu, nú eða þá að umboðsmenn hans hefðu látið félagið vita að hann hefði hug á að koma heim og leika knattspyrnu – líkt og kaupin gerast á eyrinni og er þeirra helsta hlutverk!,“ segir Jón Erling um málið.

Jón Erling telur að Gylfi og fólkið í kringum hann hafi vitað að FH gat ekki boðið honum sömu laun og önnur lið hér á landi. „Það er lang-heiðarlegast að segja hlutina eins og þeir eru! Það er ljóst að Gylfi í formi er of góður fyrir Bestu deildina og því þyngdar sinnar virði í gulli! Gylfi og umboðsmenn vissu að FH væri ekki tilbúið að greiða leikmanninum laun sem nema hið minnsta ársframlagi ÍTF til knattspyrnudeildar FH fyrir meistaraflokk karla og kvenna – skv þeim fjárhæðum sem hafa verið nefndar i fjölmiðlum! Fimleikafélagið á engar íbúðir eða blokkir eða land til að selja til að standa við slíkan samning – og alla hina! FH er einfaldlega á annarri vegferð og á fullri ferð að búa til skemmtilegt lið sem er stútfullt af hæfileikaríkum leikmönnum sem völdu að leika með Fimleikafélaginu!.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Í gær

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“