Getafe getur gleymt því að fá Mason Greenwood aftur á láni á næstu leiktíð en félagið hefur verið að kanna þann möguleika.
Manchester United ætlar að selja framherjann eða koma honum aftur inn í liðið.
Sir Jim Ratcliffe og hans fólk skoðar það hvort Greenwood geti snúið aftur til félagsins og hvort hann vilji það.
Greenwood var settur til hliðar hjá United í átján mánuði vegna ásakana um gróft ofbeldi í nánu sambandi, félagið treysti sér ekki til að spila honum eftir að málið var fellt niður.
Greenwood hefur verið öflugur hjá Getafe en mörg lið þar í landi hafa áhuga á að kaupa hann í sumar.