Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Íslenska karlalandsliðið mætir Ísrael í kvöld í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Liðin hafa fimm sinnum áður mæst.
Um er að ræða afar mikilvægan leik en undir er hreinn úrslitaleikur gegn Úkraínu eða Bosníu um sæti á EM næsta sumar. Leikurinn fer fram hér í Búdapest vegna stríðsástandsins á Gasa.
Sagan vinnur ekki með Íslendingum þegar kemur að einvígum þessara liða. Þau hafa alls mæst fimm sinnum. Þar af hefur Ísrael unnið tvo og þrír hafa farið jafntefli. Íslenska liðið á því enn eftir að vinna það ísraelska.
Ísland og Ísrael voru saman í Þjóðadeildinni 2022 og fóru báðir leikir jafntefli. Það sama má segja vináttulandsleik árið 1992, en sama ár vann Ísland Ísrael í vinnáttulandsleik.
Loks vann Ísrael sigur í vináttuleik gegn Íslandi árið 2010.
Sagan verður vonandi önnur í kvöld. Leikurinn hefst 19:45 að íslenskum tíma.