Ársreikningur knattspyrnudeildar ÍBV fyrir síðasta ár er ekki glæsilegur og er á pari við gengi liðsins innan vallar þar sem meistaraflokkur karla og kvenna féllu úr efstu deild.
Samkvæmt ársreikningi félagsins var rúmlega 50 milljóna króna tap á rekstri félagsins. Tekjurnar voru rúmar 150 milljónir en rekstrargjöldin voru um 201 milljón.
Laun og launatengd gjöld voru 116 milljónir og hækkuðu um rúmar 18 milljónir á milli ára.
Tekjur knattspyrnudeildar ÍBV lækkuðu um 16 milljónir á milli ára en árið 2022.
Ljóst er að reksturinn hefur verið erfiður um langt skeið í Vestmannaeyjum og er uppsafnað tap frá árinu 2017 rúmar 90 milljónir.
Aðalstjórn ÍBV stendur hins vegar vel og hefur hlaupið undir bagga með knattspyrnudeild sem skuldar aðalstjórn í dag rúmar 130 milljónir króna.
Meira:
Gríðarlegt tap á rekstrinum í Frostaskjóli annað árið í röð – Eru með tæpar 18 milljónir í yfirdrátt
Blómlegur rekstur á Akureyri á síðasta ári – Kostnaður við leigu var 40 milljónir en laun hækkuðu lítið
Sögulegur ársreikningur í Kópavogi – Tekjur námu yfir milljarði og laun hækkuðu vel
Þungur rekstur í Kaplakrika á síðasta ári – Skammtímaskuldir yfir 100 milljónir
Taprekstur í Garðabæ vekur athygli – Tekjur jukust gríðarlega en launakostnaður rauk upp
Titlarnir í Fossvoginn komu ekki ókeypis – Laun hækkuðu mikið og tapið á rekstrinum var 16 milljónir
Blómlegur rekstur á Akranesi – Hagnaður síðasta árs var 88,2 milljónir og eru líklega Hákoni að þakka
Gríðarlegur viðsnúningur í rekstrinum á Hlíðarenda – Laun lækkuðu og hagnaðurinn var mikill
Sjáðu mikið tap á rekstri HK
Reksturinn í molum hjá Fjölni – Tugmilljóna tap á síðasta ári
Hagnaður á rekstrinum í Árbænum – Laun hækkuðu milli ára