Jurgen Klopp, stjóri Liverpool gaf nokkra daga í frí nú þegar landsleikir eru í gangi og skellti sér sjálfur í ferðalag.
Klopp mætti í gærkvöldi á veitingastað í bænum Cornwall sem er um 6 klukkustundir frá Liverpool í bíl.
Cornwall er strandbær við suðurströnd Englands en þar er búsett mikið af sterk efnuðu fólki.
Klopp er á leið inn í sína síðustu leiki sem stjóri Liverpool og gæti unnið þar deildina og Evrópudeildina.
Klopp tók mynd af sér með öllum starfsmönnum veitingastaðarins eins og sjá má hér að neðan.