fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Hefur ekki áhyggjur – „Við erum að fjalla um leikinn og verðum að pæla í einhverju“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. mars 2024 16:00

Albert er að eiga frábært tímabil með Genoa, þó aðeins hafi hægst á markaskorun undanfarið. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

Albert Guðmundsson og Orri Steinn Óskarsson, sóknarmenn íslenska landsliðsins, hafa verið fremur kaldir fyrir framan markið undanfarið. Fyrrum framherjinn Kjartan Henry Finnbogason hefur þó ekki áhyggjur af þessu fyrir leik kvöldsins gegn Ísrael í umspili um sæti á EM.

„Við erum að fjalla um leikinn og verðum að pæla í einhverju og fjalla um eitthvað,“ sagði Kjartan léttur í bragði við 433.is, spurður út í þetta.

Þó Albert sé að eiga stórgott tímabil með ítalska liðinu Genoa hefur hægst á markaskorun hans undanfarið. Nánar til tekið er sóknarmaðurinn aðeins með eitt mark í síðustu átta leikjum, það kom gegn Monza fyrr í þessum mánuði.

„Albert þrífst ekkert endilega á mörkum. Hann hefur sett þau nokkur og lagt upp en svo held ég að Genoa liðið hafi kannski aðeins misst dampinn við að halda sæti sínu í deildinni,“ sagði Kjartan.

Orri, sem hefur verið að koma inn í lið FC Kaupmannahafnar undanfarið eftir að hafa verið settur út í kuldann þar áður, hefur þá ekki skorað síðan í nóvember. Það var með landsliðinu gegn Slóvakíu, en síðasta mark hans fyrir FCK kom í október.

„Orri er byrjaður að spila aftur. Við skildum ekki alveg þegar hann var settur á ís.

En landsliðið er þannig að það hefur ekki alltaf skipt máli í hvaða formi menn eru með félagsliðum sínum og vonandi heldur það áfram,“ sagði Kjartan.

Ítarlegra viðtal við Kjartan um leik kvöldsins er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið
Hide picture