fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Gummi Ben svekktur með KSÍ og Icelandair – „Það er allt undir“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. mars 2024 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson sem lýsa mun leik Ísraels og Íslands á Stöð2 Sport í kvöld er ósáttur með að sjá ekki fleiri Íslendinga mæta á leikinn í kvöld þar sem mikið er undir.

Búist er við um tæplega 100 Íslendingum en stuðningsmenn Ísrael verða í kringum 600 en leikið er í Ungverjalandi.

Liðið sem vinnur þennan leik er komið í úrslitaleik um laust sæti á EM. Gummi Ben hefði viljað sjá hópferð frá Íslandi.

„Ég er hins vegar aðeins svekktur að KSÍ og Icelandair sem er samstarfsaðili sambandsins sé ekki með ferð hingað, það er allt undir um að komast í úrslitaleik,“ segir Gummi Ben í þætti á Vísir.is í dag.

Hann segir að það hefði verið hægt að kveikja neista í fólki. „Ég er vonsvikinn að hafa ekkert séð um það í aðdraganda þessa leiks þar sem er verið að kynda undir það að við séum að spila einn stærsta leikinn í mörg ár.“

Stefán Árni Pálsson tók undir þetta. „Ísrael seldi 600 miða, það hefði verið auðvelt fyrir okkur að vera á heimavelli í kvöld,“ sagði Stefán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli