„Þetta var geggjað,“ sagði Hákon Rafn Valdimarsson markvörður íslenska landsliðsins eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld.
Ísland er komið í úrslitaleikinn um laust sæti á Evrópumótinu í sumar eftir sigurinn mætir liðið Úkraínu í hreinum úrslitaleik
„Ég hef ekki spilað undanfarið en mér leið ekki þannig að ég hefði ekki spilað mikið, mér leið vel og allt það.“
„Ánægður með þessa frammistöðu og liðinu.“
Leikurinn við Úkraínu á þriðjudag verður ansi erfiður enda eru þeir talsvert sterkari en Ísrael. „Fara að skoða þá núna, við höfum ekkert pælt í því fyrr en núna.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.