Manchester United hefði um 400 milljónir punda til að eyða í leikmenn og laun ef félagið myndi selja Marcus Rashford og Mason Greenwood í sumar.
Sir Jim Ratcliffe eigandi Manchester United er að skoða hvernig málin liggja og hvað er hægt að gera í sumar.
FFP reglurnar eru þannig að með því að selja uppalinn leikmann þá kemur það inn sem hreinn hagnaður.
United gæti líklega selt Rashford fyrir 100 milljónir punda og Greenwood fyrir um 40 milljónir punda, báðir eru uppaldir.
Upphæðin sem kæmi inn sem hreinn hagnaður og félagið gæti svo keypt leikmenn fyrir háa upphæð sem deilist á lengd samnings þess leikmanns.
Þessar reglur eru umdeildar en svona virkar kerfið og hefur Chelsea til dæmis nýtt sér þetta.
Þetta er sögð ein af þeim sviðsmyndum sem Ratcliffe skoðar þessa dagana.