Gareth Southgate er maðurin sem Sir Jim Ratcliffe vill ráða til starfa hjá Manchester United. Samkvæmt fréttinni telur Ratcliffe sig geta sannfært enska landsliðsþjálfarann um að taka við.
Ratcliffe sem stýrir Manchester United og rekstri þess í dag, hann er að skoða framtíð Erik ten Hag.
Southgate hefur verið þjálfari enska landsliðsins í átta ár og hefur stuðning leikmanna þar.
United er að fá Dan Asworth sem yfirmann knattspyrnumála en hann og Southgate unnu saman hjá enska landsliðinu og náðu vel saman.
Ensk blöð velta þessu máli áfram fyrir sér í dag og telja að Southgate myndi keyra á það að fá Harry Kane frá FC Bayern til United.
Jarrad Branthwaite varnarmaður Everton er svo á lista United fyrir sumarið en hann er í landsliðshópi Southgate í dag.