Olivier Giroud framherji AC Milan er á barmi þess að ganga frá samningi við Los Angeles FC í MLS deildinni.
Giroud er 37 ára gamall sóknarmaður sem hefur átt magnaðan feril og lék meðal annars með Chelsea og Arsenal á Englandi.
The Athletic segir viðræður langt komnar en samningur hans við AC Milan er á enda í sumar.
Það væri spennandi skref fyrir LAFC að fá Giroud sem er enn í fullu fjöri og gæti bætt leik liðsins mikið.
Giroud kom til AC Milan árið 2021 en stjörnurnar hafa verið að færa sig yfir til Bandaríkjanna í meira mæli síðustu mánuði eftir komu Lionel Messi í deildina.