Orri, sem nú er með íslenska landsliðinu í Búdapest þar sem liðið keppir gegn Ísrael á morgun, byrjaði þriðja leikinn í röð með FCK gegn OB um helgina. Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson fylgdist með en var steinhissa á dönskum sjónvarpsmönnum.
„Það afrek að hafa spilað meirihluta núna í byrjunarliði FCK, eftir þessa útsendingu, þá ber ég enn þá meiri virðingu fyrir því,“ sagði hann í Dr. Football.
„Gæinn mátti ekki snerta boltann, þá var myndavélin komin á Andreas Cornelius eða Jordan Larsson (sóknarmenn FCK). Ég er ekki að grínast, í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann.
Lýsendurnir fóru líka að tala um að nú færi Andreas Cornelius að hita upp. „Hvað ætlar Jacon Neestrup (þjálfari FCK) að gera núna.“ Þannig mikið hrós á Orra Stein,“ sagði Gunnar enn fremur.