Anthony Martial hefur gengið í gegnum ýmislegt utan vallar og skipt ítrekað um kærustur. Ensk blöð segja að nú sé ný mætt í spilið.
Melanie Da Cruz skildi við Martial fyrir rúmu ári síðan en þá hafði hann ítrekað verið sakaður um framhjáhald.
Hann hafði áður haldið framhjá fyrrum unnustu sinni sem fór frá honum áður en Melanie mætti til leiks.
Nú er hann mættur með nýja konu upp á arminn en ensk blöð vita ekki meira um hana. Þau sáust labba saman um götur Manchester.
Martial hefur lítið spilað með United undanfarnar vikur vegna meiðsla en hann fer frá félaginu í sumar þegar samningur hans er á enda.