Dómaranefndin í ensku úrvalsdeildinni hefur játað á sig mistök þegar Kai Havertz skoraði sigurmark Arsenal gegn Brentford þann 9 mars.
Sigurinn kom Arsenal á topp ensku úrvalsdeildarinnar en dómarar viðurkenna alvarlega mistök.
Þannig segja dómarar núna að Havertz hefði ekki átt að vera inn á vellinum, dómari leiksins átti að reka hann af velli.
Rob Jones dómari leiksins átti samkvæmt yfirmönnum sínum að reka Havertz að vella þegar hann dýfði sér í teignum í seinni hálfleik.
Havertz var þá á gulu spjaldi þegar hann dýfði sér í návígi við Nathan Collins en Jones dæmdi ekkert og hefði átt að spjalda Havertz samkvæmt yfirmönnum sínum sem hafa farið yfir málið.