fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Sverri dreymir um annað ævintýri – „Það væri gríðarlega gott fyrir þetta lið“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. mars 2024 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

„Þetta leggst mjög vel í mig. Við erum búnir að vera saman síðan í gær og ná tveimur góðum æfingum. Við höfum fengið að kynnast Ísrael og vitum hvað þeir standa fyrir. Þannig við erum bara fullir tilhlökkunar. Þetta verður verðugt verkefni en ég tel möguleika okkar nokkuð góða,“ sagði Sverrir Ingi Ingason landsliðsmaður við 433.is í dag.

Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM á fimmtudag. Liðin þekkjast nokkuð vel en þau mættust tvisvar í Þjóðadeildinni árið 2022.

„Báðir leikir enduðu með jafntefli þannig við höfum kannski sýnt að þetta eru tvö jöfn lið. Þetta verður áhugaverður leikur á fimmtudag og mun hann sennilega ráðast á smáatriðum. Við þurfum að vera klárir og ég tel að við verðum það.

Þetta eru 90 mínútur af fótbolta og það getur allt gerst. Við þurfum að fara vel yfir okkar leikplan. Við vitum hvað við stöndum fyrir og þurfum bara að byggja á það sem við höfum gert vel hingað til. Við þurfum að ná stöðugleika í frammistöður milli leikja, þær hafa verið svolítið sveiflukenndar,“ sagði Sverrir.

En hvernig leik má búast við?

„Mér finnst alveg líklegt að þetta verði lokaður leikur. Það er mikið undir svo það yrði alveg eðlilegt. Við verðum að finna út hversu djarfir þeir verða. En við höfum okkar hugmyndir um hvernig við viljum aðlagast leikinn.“

Sverrir hefur farið með íslenska liðinu á EM 2016 og HM 2018 og dreymir um annað stórmót.

„Maður hefur tekið þátt í tveimur ævintýrum áður með þessu landsliði og það væri frábært að gera það einu sinni í viðbót. Það væri gríðarlega gott fyrir þetta lið. Það eru margir að taka sín fyrstu skref með landsliðinu svo það myndi gefa þessu liði mikið fyrir framtíðina.“

Viðtalið í heild er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“

Heitar umræður sköpuðust hjá Gunnari og Hjörvari um þetta mál – „Ég má ekki segja hver það er?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harkaleg slagsmál brutust út í gærkvöldi – Hetjan endaði í grasinu

Harkaleg slagsmál brutust út í gærkvöldi – Hetjan endaði í grasinu
433Sport
Í gær

Arsenal ætlar að stökkva til og sækja manninn sem Ratcliffe sparkaði út

Arsenal ætlar að stökkva til og sækja manninn sem Ratcliffe sparkaði út
433Sport
Í gær

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni

Boltinn rúllar af stað í Evrópu: Aðeins sex lið komin áfram – Eitt þeirra er í Meistaradeildinni
Hide picture