Kim Kardashian ætlar í reisu um Evrópu í sumar og með henni í för verða Saint and Psalm sem eru synir hennar.
Strákarnir hennar Kim eru knattspyrnuáhugamenn miklir og hefur hún farið með þá á leik hjá PSG og hjá Arsenal.
Nú ætlar hún að skella sér á Evrópumótið í knattspyrnu og hefur bókað miða á nokkra áhugaverða leiki.
Kim og strákarnir ætla að mæta á leik Spánar og Króatíu sem fram fer í Berlín þann 15 júní, degi síðar eiga þau miða á leik Englands og Serbíu.
Þau ætla einnig að fara á leik Portúgals og Tékklands í þeirri von um að hitta Cristiano Ronaldo. Segja ensk blöð að Kim sé búinn að kaupa miða fyrir 200 þúsund pund en hún verður ávallt í einkastúku.
Einnig er búið að bóka miða á leik Spánar og Ítalíu, svo eru það miðar á stórleik Frakklands og Hollands en strákarnir eru miklir stuðningsmenn Kylian Mbappe.
Einnig segir í fréttinni að Kim ætli með strákana á sjálfan úrslitaleikinn áður en þau halda til Parísar til að fylgjast með Ólympíuleikunum.