„Ég hef sagt það áður, ég er ekki sáttur þegar ég spila ekki,“ segir Christian Eriksen við Tipsbladet um stöðu sína hjá Manchester United.
Eriksen hefur verið meira og minna á bekknum á þessu ári en hann er nú mættur í verkefni með danska landsliðinu.
„Liðið er að spila vel og ég verð að virða, ég hef lagt mikið á mig og er klár í hvern leik. Ég get tekið þessu hlutverki betur en áður.“
„Ég hef átt samtal við Ten Hag og látið vita að ég er ósáttur með stöðuna og að ég vilji spila meira. Ég er klár þegar liðið þarf mig.“
„Hann sagði mér að þetta væri liðið hans núna, Kobbie Mainoo er að gera vel og aðrir á miðsvæðinu líka. Það er samkeppni sem er eðlilegt hjá stóru félagi.“
Hann segist ekki hafa áhyggjur eins og staðan er í dag. „Til lengri tíma væri þetta áhyggjuefni, þú vilt ekki sitja endalaust á bekknum en ég hef ekki áhyggjur núna.“