Cole Palmer hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá Chelsea á sínu fyrsta tímabili en hann kom frá Manchester City síðasta sumar.
Palmer þénar 75 þúsund pund á viku í dag eða um 13 milljónir króna.
Chelsea ætlar hins vegar að verðlauna Palmer og bjóða honum 150 þúsund pund á viku.
Launin hjá þessum 21 árs gamla enska landsliðsmanni eru því að hækka um 52 milljónir á mánuði.
Palmer hefur verið besti leikmaður Chelsea á þessu tímabili og verið einn af fáum í liðinu sem hefur eitthvað getað.