Arsenal hefur staðfest komu varnarmannsins Brayden Clarke en um er að ræða aðeins 16 ára gamlan strák.
Clarke er gríðarlega efnilegur en hann vakti athygli með unglingaliði Wolves áður en hann gerði samning við enska stórliðið.
Clarke spilaði með U18 liði Arsenal um helgina í 8-3 sigri á Crystal Palace en hann er einnig hluti af welska U17 landsliðinu.
Clarke er sonur Nigel Quashie sem lék eitt sinn í ensku úrvalsdeildinni fyrir lið eins og Wolves og West Brom.
Quashie þekkir vel til Íslands en hann lék með ÍR og BÍ/Bolungarvík frá 2012 til 2015.