Strákur að nafni Kai Rooney er nú að vekja verulega athygli hjá Manchester United en hann leikur í akademíunni.
Kai er 14 ára gamall og er að sjálfsögðu sonur m arkahæsta leikmanns í sögu United, Wayne Rooney.
Kai kom til Untied árið 2020 og skoraði þrennu og lagði upp tvö önnur mörk í 6-4 sigri á Everton um helgina.
Um er að ræða U14 lið United en KIai er einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður þess liðs.
Það er ekki langt síðan Kai skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í sannfærandi 6-0 sigri á Leeds United.