Manchester United 4 – 3 Liverpool (eftir framlengingu)
1-0 Scott McTominay(’10)
1-1 Alexis MacAllister(’44)
1-2 Mohamed Salah(’45)
2-2 Antony(’87)
2-3 Harvey Elliott(‘105)
3-3 Marcus Rashford(‘112)
4-3 Amad Diallo(‘120)
Manchester United er komið áfram eftir stórskemmtilegan leik við granna sína í Liverpool í kvöld.
Bæði lið fengu mjög góð færi í þessum leik en sjö mörk mörk voru skoruð og höfðu heimamenn að lokum betur.
Venjulegum leiktíma lauk með 2-2 jafntefli en Antony jafnaði metin fyrir Rauðu Djöflana undir lok leiks.
Það þurfti því að hefja framlengingu þar sem Harvey Elliott sá um að skora fyrsta markið á 105. mínútu.
Marcus Rashford jafnaði metin fyrir United 112. mínútu og virtist ætla að tryggja sínum mönnum vítaspyrnukeppni.
Það var svo óvæntur Amad Diallo sem skoraði sigurmark United á 120. mínútu og fékk í kjölfarið rautt spjald.
Diallo fór úr treyjunni er hann fagnaði marki sínu og fékk þar að leiðandi sitt annað gula spjald en hann sér væntanlega ekkert eftir því þessa stundina.
4-3 sigur United staðreynd og er liðið í undanúrslitum ásamt Chelsea, Manchester City og Coventry.