fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Enski bikarinn: Manchester United áfram eftir ótrúlegan leik við Liverpool – Diallo tryggði sigurinn og fékk rautt

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. mars 2024 18:12

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United 4 – 3  Liverpool (eftir framlengingu)
1-0 Scott McTominay(’10)
1-1 Alexis MacAllister(’44)
1-2 Mohamed Salah(’45)
2-2 Antony(’87)
2-3 Harvey Elliott(‘105)
3-3 Marcus Rashford(‘112)
4-3 Amad Diallo(‘120)

Manchester United er komið áfram eftir stórskemmtilegan leik við granna sína í Liverpool í kvöld.

Bæði lið fengu mjög góð færi í þessum leik en sjö mörk mörk voru skoruð og höfðu heimamenn að lokum betur.

Venjulegum leiktíma lauk með 2-2 jafntefli en Antony jafnaði metin fyrir Rauðu Djöflana undir lok leiks.

Það þurfti því að hefja framlengingu þar sem Harvey Elliott sá um að skora fyrsta markið á 105. mínútu.

Marcus Rashford jafnaði metin fyrir United 112. mínútu og virtist ætla að tryggja sínum mönnum vítaspyrnukeppni.

Það var svo óvæntur Amad Diallo sem skoraði sigurmark United á 120. mínútu og fékk í kjölfarið rautt spjald.

Diallo fór úr treyjunni er hann fagnaði marki sínu og fékk þar að leiðandi sitt annað gula spjald en hann sér væntanlega ekkert eftir því þessa stundina.

4-3 sigur United staðreynd og er liðið í undanúrslitum ásamt Chelsea, Manchester City og Coventry.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aron Elís missir af lokaleik Víkings

Aron Elís missir af lokaleik Víkings
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær