Það er útlit fyrir það að Sergino Dest sé loksins búinn að finna nýtt heimili eftir erfiða tíma undanfarin ár.
Dest spilaði með Ajax í Hollandi frá 2012 til 2020 og var svo seldur til Barcelona þar sem frammistaðan stóðst ekki væntingar.
Dest var svo lánaður til AC Milan í eitt tímabil en spilaði aðeins átta deildarleiki og var lítið notaður.
PSV Eindhoven ákvað að taka sénsinn á Dest og fékk hann á láni frá Barcelona í fyrra og hefur Bandaríkjamaðurinn spilað mjög vel í vetur.
Earnest Stewart, yfirmaður knattspyrnumála PSV, hefur staðfestr það að félagið vilji halda bæði Malik Tilman til lengri tíma sem og bakverðinum Dest.
,,Já ég myndi segja að það sé rétt. Það er meira en rétt,“ sagði Stewart í samtali við blaðamenn um hvort félagið vildi semja við leikmennina til lengri tíma.
,,Báðir leikmenn hafa staðið sig frábærlega fyrir PSV og við munum gera allt til að halda þeim hérna.“