Jordan Henderson hefur viðurkennt að hann hafi gert stór mistök með því að skrifa undir í Sádi Arabíu í fyrra.
Henderson entist í aðeins nokkra mánuði hjá liði Al-Ettifaq áður en hann samdi við Ajax í Hollandi í janúar.
Fyrir skiptin til Sádi var Henderson lengi fyrirliði Liverpool á Englandi en hann er í dag 33 ára gamall.
Henderson sér eftir því að hafa skellt sér til Sádi fyrir peningana þar í landi og er ánægður hjá sínu nýja félagi í Hollandi.
,,Ég hef áttað mig á því að ég lifi fyrir fótbolta,“ sagði Henderson í samtali við Parool.
,,Deildin í Sádi er á uppleið en hún einfaldlega hentaði mér ekki. Ég gerði mistök með því að fara þangað. Í dag er ég ánægður hjá Ajax.“