Það er ekki útilokað að Paul Pogba spili aftur fyrir franska landsliðið segir landsliðsþjálfari Frakka, Didier Deschamps.
Pogba hefur verið dæmdur í fjögurra ára bann en hann féll á lyfjaprófi og er framtíðin mjög óljós.
Pogba hefur reynt að áfrýja þessari niðurstöðu en hann má annars ekki spila fótbolta þar til hann verður 35 ára gamall.
Pogba hefur gert frábæra hluti með landsliði sínu í gegnum árin og hjálpaði liðinu að vinna HM árið 2018.
,,Ég hef rætt við hann, þetta er auðvitað erfið staða andlega,“ sagði Deschamps um miðjumanninn.
,,Hann er búinn að áfrýja svo þeir munu þurfa að taka aðra ákvörðun. Hann mun nota allan sinn styrk í að verja sína hlið.“
,,Ég vil ekki staðfesta neitt varðandi framtíðina. Ég vona innilega að hann fái að njóta sín á vellinum á ný og svo finna leið í franska landsliðið.“