Manchester United á leikmann ársins í Skotlandi en nafnið ætti ekki að koma mörgum á óvart.
Um er að ræða miðjumanninn Scott McTominay sem spilar reglulega fyrir United og er skoskur landsliðsmaður.
McTominay hefur spilað frábærlega fyrir Skotland í síðustu leikjum liðsins og skoraði sjö mörk í undankeppni EM.
McTominay hafði betur gegn Andy Robertson, leikmannni Liverpool, sem og John McGinn, leikmanni Aston Villa.
Það var Darren Fletcher, fyrrum leikmaður United og Skotlands, sem sá um að afhenda leikmanninum verðlaunin.
What a year it’s been for your @EE Men’s Player of the Year 💪 pic.twitter.com/czQSFZcLTV
— Scotland National Team (@ScotlandNT) December 23, 2023