Margir enskir knattspyrnuaðdáendur hafa látið í sér heyra eftir Meistaradeildardráttinn sem fór fram í gær.
Þar var dregið í 8-liða úrslit keppninnar en tvö ensk lið eru enn á lífi, Arsenal og Manchester City.
Arsenal mun spila við Bayern Munchen í útsláttarkeppninni og fær City einnig mjög erfitt verkefni gegn Bayern Munchen.
Áhorfendur munu þó eiga erfitt með að fylgjast með báðum leikjum sem verða spilaðir á sama tíma á sama kvöldi.
Það er eitthvað sem fór illa í mannskapinn og þá sérstaklega fyrir þá hlutlausu sem vilja ná öllum stórleikjum sem eru í boði.
,,Þvílíka ruglið að þetta sé spilað á sama tíma, hver er að sjá um þetta?“ skrifar einn og bætir annar við kaldhæðnislega: ,,Það er gert allt til að tapa peningum, vel gert!“
Atletico Madrid spilar við Dortmund á öðru kvöldi og það sama kvöld mætast Paris Saint-Germain og Barcelona.