Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, er gríðarlega ánægður með það að Kylian Mbappe sé ekki að spila allar mínúturnar með Paris Saint-Germain þessa dagana.
Mbappe er á förum frá PSG í sumar og hefur þurft að sitja á bekknum undanfarið þar sem liðið undirbýr hans brottför.
Mbappe hefur aðeins spilað 90 mínútur einu sinni í síðustu fimm leikjum PSG sem er allt annað en hann hefur gert á undanförnum árum.
Deschamps treystir verulega á Mbappe í landsliði Frakka og er sáttur með að sinn maður sé að fá pásu.
,,Þetta er frábært, stórkostlegt! Miðað við alla þá leiki sem hann hefur spilað þá er mjög mikilvægt að hann haldi sér ferskum,“ sagði Deschamps.
,,Það er alltaf gott að fá spilatíma en að spila á þriggja daga fresti… Þú verður þreyttur.“
,,Ég hef engar áhyggjur af leikæfingu Kylian, það er þjálfari hans sem tekur þessa ákvörðun.“